Aðalfundur SART - Samtaka rafverktaka, verður haldinn föstudaginn 09. mars nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Samkvæmt nýrri ákvörðun PFS nr. 25/2017, sbr. reglur PFS nr. 1111/2015, er bygginga-verktökum skylt að nota tengilista í nýbyggingum fjölbýlishúsa og í atvinnuhúsnæði. Míla beinir því einnig til allra byggingaverktaka að vinna samkvæmt ÍST 151:2016 staðlinum varðandi frágang á fjarskiptalögnum.
Félag löggiltra rafverktaka, FLR, sem er aðildarfélag SART/SI, hélt upp á 90 ára afmæli sitt fyrir skömmu en FLR var stofnað í mars 1927. Afmælishátíðin sem var haldin í Perlunni fór vel fram.
Aðildarfélög SART halda aðalfundi sína á tímabilinu 03. nóvember
til 08. desember n.k. Þá verða jafnframt opnir fundir um rafmagnsöryggismál sem bera heitið: Einangrun orku / læsa - merkja - prófa. Fyrirlesarar eru Jóhann Ólafsson fagstjóri rafmagnsöryggis hjá Mannvirkjastofnun og Óskar Örn Pétursson, rafiðnfræðingur.
Fulltrúar Samtaka rafverktaka, SART, og Rafiðnaðarsambands Íslands afhentu fyrir skömmu nýnemum í rafiðngreinum í Verkmenntaskólanum á Akureyri spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar munu nemendurnir nota við námið en samtök rafiðnaðarmanna hafa um langt skeið unnið að gerð námsefnis á rafrænu formi sem nemendur geta notað gjaldfrjálst í gegnum allt námið.
Orkuveita Reykjavíkur vill koma eftirfarandi skilaboðum til rafverktaka: