Dagana 4-12 júní standa yfir sveinspróf í rafiðngreinum undir umsjón Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og eru 81 nemandi skráður til leiks, þar af eru 10 rafveituvirkjar. Prófin fara fram í húsnæði Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27 þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Á Akureyri eru 14 nemar sem þreyta prófið í húsakynnum VMA og í maí síðasliðnum voru 5 nemar sem luku sveinsprófi í rafeindavirkjun.
Fyrir skömmu barst Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Sveinsprófsnefnd sterkstraums, höfðingleg gjöf frá Rafport ehf. Um er að ræða 22 töfluskápa sem notaðir verða við sveinspróf í rafvirkjun.10 skápar verða settir upp hjá VMA á Akureyri og 12 skápar hafa verið settir upp í aðstöðu sveinsprófsnefndar að Stórhöfða 27.
Á heimasíðu Fagþingsins: www.fagthing.is má finna upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, sýningu, hátíðarkvöldverð, gestadagskrá og fleira.
Í ársbyrjun ákváðu stjórnir Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofunnar að auka formlegt samstarf milli félaganna undir heitinu RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins.
Aðalfundur SART - Samtaka rafverktaka, verður haldinn föstudaginn 09. mars nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Samkvæmt nýrri ákvörðun PFS nr. 25/2017, sbr. reglur PFS nr. 1111/2015, er bygginga-verktökum skylt að nota tengilista í nýbyggingum fjölbýlishúsa og í atvinnuhúsnæði. Míla beinir því einnig til allra byggingaverktaka að vinna samkvæmt ÍST 151:2016 staðlinum varðandi frágang á fjarskiptalögnum.