Í tengslum við afmælishátíð SART sem haldinn var 8 mars sl. var gefið út afmælisrit.
Mannvirkjastofnun vekur athygli á að 7. breyting á reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 tók gildi þann 21. desember 2018, með birtingu reglugerðar nr. 1226/2018 á vef Stjórnartíðinda.
Samtök rafverktaka, Samtök iðnaðarins, Rafiðnaðarsamband Íslands og Mannvirkjastofnun hafa tekið höndum saman og afhent hátt í 1500 öryggislása til að draga úr hættu á slysum og óhöppum af völdum óæskilegrar eða óvæntrar spennusetningar rafbúnaðar.
Rafmagnssvið Veitna hefur ákveðið nýjar viðmiðunarreglur um heimtaugastærðir íbúðarhúsa og verða þær grunnur að hönnunarforsendum í rafdreifikerfi Veitna. Endurskoðunin byggir á raunmælingum á samtímaálagi í rafdreifikerfinu og tekur tillit til þeirra breytinga sem nú eru fyrirsjáanlegar vegna orkuskipta í samgöngum. Hafa þarf í huga að eitthvað er um strengi m.v. eldri viðmið sem búið er að leggja í jörðu. Hönnuðir og rafverktakar þurfa nú að aðlaga töflur og aðalvarrofa til tengingar álstrengja, minnsti strengur 4x25Al. Taflan með stærðum heimtauganna er aðgengileg undir heitinu stærð heimtauga á innraneti félagsmanna: http://sart.is/innranet-felagsmanna/faglegar-leidbeiningar/
Í 7. breytingar á byggingarreglugerð nr.112/2012 sem tók gildi fyrr á þessu ári var A lið 3.8.2 breytt á þá leið að nú orðast hann svo: "Staðfestingu rafvirkjameistara um að raforkuvirki þess hluta mannvirkisins sem tekinn er í notkun sé tilbúið til úttektar"
Félag löggiltra rafverktaka heldur morgunfund um nýtt saskiptakerfi veitna- tengiliði og þjónustustig í Rafmennt Stórhöfða 27 (Grafarvogsmeginn) Miðvikudaginn 21. nóvemer kl. 8:30-10:00