Aðildarfélög SART halda aðalfundi sína á tímabilinu 03. nóvember
til 08. desember n.k. Þá verða jafnframt opnir fundir um rafmagnsöryggismál sem bera heitið: Einangrun orku / læsa - merkja - prófa. Fyrirlesarar eru Jóhann Ólafsson fagstjóri rafmagnsöryggis hjá Mannvirkjastofnun og Óskar Örn Pétursson, rafiðnfræðingur.
Fulltrúar Samtaka rafverktaka, SART, og Rafiðnaðarsambands Íslands afhentu fyrir skömmu nýnemum í rafiðngreinum í Verkmenntaskólanum á Akureyri spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar munu nemendurnir nota við námið en samtök rafiðnaðarmanna hafa um langt skeið unnið að gerð námsefnis á rafrænu formi sem nemendur geta notað gjaldfrjálst í gegnum allt námið.
Orkuveita Reykjavíkur vill koma eftirfarandi skilaboðum til rafverktaka:
Ljóst er að í júní-mánuði munu margir leita eftir þjónustu fagaðila til að skipta út örbylgju-loftnetum fyrir UHF loftnet.
Vodafone mun á næstunni loka endurvarpsstöð sem hefur hingað til dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á höfuðborgarsvæðinu.
Þann 10. mars s.l. stóðu Samtök rafverktaka, SART og Samtök iðnaðarins fyrir ráðstefnu um rafbílavæðinguna hér á landi á Grand Hótel Reykjavík.